Námskeið

Námskeið skólans eru öflug þó skólinn sé lítill - Við höfum metnað til að gera vel og viljum að nemendur skólans líði sem best.  Við lítum á að stærð, eða ættum við að segja smæð, skólans sé einn af okkar helstu styrkjum þar sem við við náum að sinna hverjum nemenda betur. Ekki skemmir fyrir að geta boðið gott verð á öllum okkar námskeiðum en við náum því þar sem yfirbygging er lítil.

Margir líta á ensku sem sitt annað tungumál enda margt í okkar umhverfi sem minnir okkur á hana. Við ákváðum engu að síður að öll námskeið hjá skólanum skildu vera kennd á íslensku svo og allt kennsluefni. Við höfum því lagt í mikla vinnu við gerð kennsluefnis og aðlagað það að íslenskum veruleika. Hægt er að nálgast það efni sem skólinn hefur útbúið á síðu skólans.

Krakkar - Tæknitröll

Hvar er rafmagn að finna og er munur á rafmagni í tækjum eins og spjaldtölvum, símum og því sem finnst í húsum?

WP - Frumkvöðlar

Stutt WordPress námskeið þar sem nemendur setja upp sinn eigin vef frá grunni.

WP - Síðusmiður

Á þessu stutta námskeiði er eingöngu unnið með viðbótina frá SiteOrigin er útleggst sem síðusmiður á íslensku.

WP – Efnisstjórnun

Á þessu námskeiði er efnið allt - "Content is the king" eins og sagt er á ensku. Á þessu námskeiði er gert ráð grunnþekkingu á WP.

WP - Uppsetning & rekstur

Ítarlegt námskeið þar sem farið er yfir flest allt er kemur að uppsetningu og rekstri kerfis á borð við WordPress.