Tæknitröll – Rafmagn.

Um er að ræða grunnnámskeið fyrir börn frá 6 til 11 ára - átta börn eru saman á einu námskeiði en vinna tvö og tvö saman.

Inngangur.

Til að byrja með munum við skoða hvað rafmagn sé og hvar það finnst (Í dýrum, náttúrunni, manninum, tækjum...). Við munum tala um muninn á rafmagni í litlum tækjum eins og símum og spjaldtölvum og því sem notað er fyrir heimili – skoða myndir og teikna. Við munum ræða um hvað sé hættulegt og hvað má ekki.

Tæknitröll

Unnið verður með rafhlöður frá 1,5V upp í 9V en þau munu læra að þekkja muninn á þeim og hvað þarf að passa - lesa merkingar svo sem tákn, tölu- og bókstafi. Nota rafmagnsmæli til að mæla þær og fleira. Skoðum mismunandi hleðslutæki og helstu merkingar á þeim en varla er til tæki í dag er ekki þarfnast hleðslu á einhverjum tímapunkti.
Við munum skoða almenna íhluti eins og viðnám og ljós (LED) en börnin munu gera einfalda rafmagnsrás á tengibretti með rafhlöðu, viðnámi og ljósi ásamt rofa. Við munum leggjast í smá rannsóknarvinnu og greina einfaldar bilanir eins og slitinn vír eða ljós er ekki virkar.
Ef tími vinnst til munu við svo skoða rafrásir frá LittleBits en með þeim er hægt að skapa ótrúlegustu hluti. Þetta eru tilbúnar einingar í mismunandi litum er smella saman til að koma í veg fyrir mistök.
En fyrst og fremst ætlum við að hafa gaman saman þar sem eitthvað verður teiknað, litað, límt eða heft saman ásamt því að skoða ýmislegt tengt rafmagninu – Börnin þurfa að hafa með sér létta hressingu en annað er innifalið á námskeiðinu.

Lengd námskeiðs:

4 klukkustundir

Verð:

10.000 kr.

Foreldrar og forráðamenn

Foreldrum og forráðamönnum er velkomið að fylgjast með á námskeiðinu meðan pláss leyfir - Vinsamlega mætið tímalega svo hægt sé að nýta tímann sem best.