WordPress – Frumkvöðlar

WordPress – Frumkvöðlar er stutt en hnitmiðað námskeið þar sem nemendur setja upp sinn eigin vef frá grunni. Námskeiðið er ætlað frumkvöðlum eða einstaklingum er vilja setja upp einfaldan vef vegna ákveðins verkefni eða koma hugmynd sinni á framfæri. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur hafi reynslu af WordPress eða hafi gert vefsíðu áður. Tekið er fram að um einfalda uppsetningu á vef er að ræða sem engu að síður hefur forsíðu, upplýsingar um tiltekið verkefni eða lýsingu á hugmynd, hvar hægt sé að finna viðkomandi og hvernig má hafa samband. Gera má ráð fyrir forsíðu og fjórum til fimm undirsíðum.

Námskeiðið er kennt einu sinni í mánuði – sjá nánar á vef skólans.

Námskeiðið hentar vel:

Námskeiðið er ætlað þeim er þurfa að setja upp eigin vef vegna ákveðins verkefnis eða koma hugmynd á framfæri. Gert er ráð fyrir að einn aðili mæti þó fleiri séu á bak við tiltekið verkefni eða hugmynd. Lög er áhersla að nemendur skjalfesti sem mest á námskeiðinu.

Inntökuskilyrði:

Góð tölvuþekking ásamt skilgreindu verkefni eða hugmynd. Nemendur eru beðnir um að senda stutta samantekt um verkefnið eða hugmyndina á kennsla@wpskolinn.is eða á síðu skólans er finna má hér

Eingöngu er tekið við sex nemendum á hverju námskeiði en gert er ráð fyrir töluverði aðstoð frá leiðbeinanda handa hverjum og einum. Nýtt námskeiðið byrjar ávalt fyrsta mánudag í hverjum mánuði.

Vélbúnaður:

Nemendur þurfa að mæta með eigin fartölvu á námskeiðið. Tegund vélbúnar skiptir ekki máli né hvort um sé að ræða PC (Windows) eða MAC (MAC OSx). Vélar þurfa þó að vera uppfærar og með nýlegt stýrikerfi.

Vefsíður:

Nemendur velja sjálfir hvar þeir hýsa vefinn sinn. Samstarfsaðili skólans, Tactica ehf., býður hins vegar öllum nemendum þriggja mánaða hýsingu þeim að kostnaðarlausu.

Að loknu námskeiði:

Eiga nemendur að vera með full uppsettan einfaldan vef sem eins og áður sagði hefur forsíðu og allt að fjórar til fimm undirsíður.

Farið er yfir eftirfarandi á námskeiðinu:

  • Hvað er lén, ISNIC, hýsingaraðili, vefhótel?
  • Uppsetning á WordPress hjá hýsingaraðila.
  • Val á þema, hvað hentar hverjum, kostir og gallar.
  • Uppsetning á nauðsynlegum viðbótum.
  • Stofnun notenda, réttindi og fleira.
  • Rétt framsetning á efni vegna leitarvéla
  • Tenging við samfélagsmiðla
  • Helstu þættir WordPress eins og fram og bakendi, færslur, síður og fleira.

Lengd námskeiðs:

16 klukkustundir (24 kennslustundir)

Verð:

48.000 kr.