WordPress – Uppsetning og rekstur

“WordPress – Uppsetning og rekstur” er ítarlegt námskeið þar sem farið er yfir flest allt frá hugmynd að fullbúnum vef. Á námskeiðinu er til að mynda farið yfir hvað sé hýsing hér á landi og erlendis ásamt öðrum netþáttum eins og hvað sé lén, DNS og fleira. Farið yfir hugmyndir er leiða af sér frumgerðir og gerð verkefni þess efnis ásamt því að útbúa kröfulista. Efnisstjórnun fær sinn stað og GIMP kynnt til sögunnar fyrir myndvinnslu. Farið er vel yfir bakenda kerfisins og þær stillingar sem þar er að finna eins og færslur, síður, viðbætur, þema og fleira. Öryggismál, afritun og endurheimtur, notkun á skírteinum, skjölun og fleira. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur hafi neina reynslu af vefhönnun né hafi komið að gerð vefsíða áður. Námskeiðið byggir mikið á verkefnum ásamt stuttum fyrirlestrum og þurfa nemendur því að gefa sér góðan tíma á milli kennslustunda.

Námskeiðið hentar vel:

Námskeiðið er ætlað þeim er sjá um, eða vilja sjá um, rekstur vef- síðu/síða og bera ábyrgð á uppsetningu, viðhaldi og öryggi ásamt efnisstjórnun. Ítarlegt námskeið þar sem farið er yfir flest alla þætti er koma að gerð og rekstur vefsíðna – Frá grunni að fullbúnum vef.

Inntökuskilyrði:

Almenn tölvuþekking

Vélbúnaður:

Nemendur þurfa að mæta með eigin fartölvu á námskeiðið. Tegund vélbúnar skiptir ekki máli né hvort um sé að ræða PC (Windows) eða MAC (MAC OSx). Vélar þurfa að vera með nýlegt stýrikerfi og uppfærðar. WPSkólinn getur aðstoðað nemendur í einhverjum tilvika með vélbúnað hafi þeir ekki kost á að koma með sinn eigin.

Vefsíður:

WPSkólinn býður nemendum uppá vefsvæði þar sem hver og einn nemandi vinnur í sínum bakenda og stjórnar þar með sínu vefsvæði. Vegna þess geta nemendur unnið að verkefnum hvenær sem þeim hentar. Nemendum er frjálst að notast við sinn eigin vef hafi þeir þannig aðgang. Ekki er þó mælst til að nemendur séu að breyta, setja inn og taka út efni á lifandi vef. Lifandi vefur gæti verið heimasíða fyrirtækis, vefverslun eða sambærilegt sem nú þegar er í rekstri.

Að loknu námskeiði:

Að námskeiði loknu eiga nemendur að geta sett fram hugmynd og sýnt frumgerðir að vef. Valið sér lén (Innlent eða erlent) og hvar sé rétt að hýsa vefinn – kostir og gallar. Kunna á fram og bakenda WordPress, sett inn nýtt efni og breytt eldra. Tekið afrit og endurheimt, virkjað skilríki og vita hvað einkennir góða skjölun.

Farið er yfir eftirfarandi atriði á námskeiðinu:

 • Hvað sé lén og hvernig er hægt að nálgast þau – hér á landi og erlendis.
 • Hýsing, hvar á að koma vefnum fyrir? Stjórnkerfi þess kynnt (cPanel).
 • Farið í gegnum ferlið frá hugmynd að fullbúnum vef – Frumgerð og kröfulisti útbúinn.
 • Ýtarlega farið yfir fram og bakenda WordPress – Síður, færslur og fleira... hvað er gert hvar.
 • Hvað er þema, hvað þarf að hafa í huga við val á því og hvernig því er skipt út fyrir annað.
 • Hvað er innbyggt í kerfið og hvernig getum við nýtt okkur það.
 • Hvað eru viðbætur, val á þeim og hvað ætti að varast.
 • Myndvinnsla með GIMP – Vinna ljósmyndir, útbúa hnappa og merki.
 • Hvernig meðhöndla á efni með tilliti til leitarvélarbestun og hvað sé XML skrá fyrir leitun.
 • Öryggismál, afritun og endurheimt. Val á skilríki og hvað það gerir ásamt því að læsa helstu skrám er annars væru opnar.
 • Skjölun og hvað fellst í því.
   

 

Lengd námskeiðs:

48 klukkustundir (72 kennslustundir)

Verð:

144.000 kr.

WordPress – Lýsing

WordPress er eitt vinsælasta vefumsjónarkerfi eða efnisstjórnunarkerfi í dag. Óháðar mælingar sína að ein af hverju fjórum nýjum heimasíðum séu gerðar í WP. WordPress kom fyrst fram um aldarmótin síðustu sem lausn fyrir almenning til að koma sínu efni á framfæri í formi færslna eða að “Blogga”. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan WP kom fyrst út og á fátt sameiginlegt með forvera sínum. Fjölmörg stórfyrirtæki, stofnanir, borgir og bæir nýta sér WordPress til að koma sínum upplýsingum á framfæri.