Um okkur

Ákveðið var að stofna skóla er sérhæfði sig í opnum gjaldfrjálsum hugbúnaði á borð við WordPress og GIMP. Úr varð WPSkólinn er leggur mikla áherslu á persónulega kennslu og því fer öll kennsla fram í litlum hópum svo og einkakennslu hjá viðkomandi. Hjá okkur mæta nemendur með sinn eigin vélbúnað og breytir engu hvort um sé að ræða PC (Windows 7, 8 eða 10) eða MAC (OSX). Förum þó fram á að vélar séu keyrandi nýlegt stýrikerfi og hafi verið uppfærðar nýlega. Hafi nemendur ekki færi á að koma með sinn vélbúnað getur WPSkólinn í einhverjum tilfellum aðstoðað nemendur.

Hægt er að greiða fyrir námskeið með millifærslu á reikning skólans 515-26-510609 og er kennitala hans 510609-0340.

WPSkólinn - Mynd af aðstöðu skólans.

WPSkólinn ferðast á milli landshluta og heldur námskeið þar sem þess er óskað.

Kennarar

Allir þeir er koma að kennslu hafa mikla reynslu úr atvinnulífinu og af kennslu.

Nemendur

Þó skólinn sé nýr hefur umrætt efni verið kennt áður og líkaði nemendum vel. Við erum sannfærð um að svo verði áfram á nýjum stað og bjóðum nýja nemendur velkomna.

Viltu vita meira?

Ef þú hefur einhverjar spurningar þá ekki hika við að hafa samband í síma 588 2488 eða með því að senda okkur fyrirspurn sem nálgast má hér.