WPSkólinn – Viðskiptaskilmálar.

Inngangur.

Viðskiptaskilmálar þessir eru almennir viðskiptaskilmálar WPSkólans. Gilda þeir fyrir alla þjónustu svo sem ráðgjöf og / eða kennslu sem skólinn veitir einstaklingum, félögum, fyrirtækjum eða öðrum, hvort heldur gegn greiðslu eða ekki.

Skilgreiningar.

Kaupandi / greiðandi er sá einstaklingur, félag eða fyrirtæki er greiðir fyrir þjónustu svo sem ráðgjöf og / eða kennslu WPSkólans og hefur hann kynnt sér og samþykkt þessa skilmála.

Notandi er sá sem einstaklingur, félag eða fyrirtæki er situr námskeið eða þiggur aðra þjónustu WPSkólans hvort sem hann sé greiðandi eða ekki og hefur hann kynnt sér og samþykkt þessa skilmála.

WPSkólinn er í eigu ALA ehf. kennitala 510609-0340, Víðihvammi 15, 200 Kópavogi.  

Endurgreiðsla.

Ekki er hægt að krefjast endurgreiðslu fyrir greitt námskeið séu 72 tímar eða skemur í að námskeið hefjist. Fyrir þann tíma getur eingöngu kaupandi / greiðandi farið fram á endurgreiðslu og sé það gert er greitt inn á reikning greiðanda en ekki notanda sé hann annar en greiðandi.

Kaupandi á ekki rétt á endurgreiðslu fyrir námskeið falli hluti þess niður vegna ófyrirséðra skammtíma atvika svo sem veikinda, rafmagnsleysi, umferðatafa og svo framvegis heldur skal honum bætt sá hluti námskeiðsins með aðgangi að öðru námskeiði.

Gildissvið.

Viðskiptaskilmálar þessir gilda fyrir alla viðskiptavini WPSkólans svo sem einstaklinga, félög, fyrirtæki eða aðra.

Framsal.

Kaupandi / greiðandi má ekki endurselja aðgang, sem hann hefur þó þegar greitt fyrir, að námskeiði eða námskeiðum til þriðja aðila nema tilkynna það til WPSkólans eigi skemur en 72 tímum fyrir kennslu námskeiðs.

Notandi má ekki endurselja aðgang sinn að námskeiðum WPSkólans nema með skriflegu samþykki greiðanda sé hann annar en notandi. Tilkynna skal WPSkólanum um allar breytingar á skráningu eigi síðar en 72 tímum fyrir kennslu námskeiðs.

Breytingar og / eða viðbætur.

WPSkólinn áskilur sér rétt til breytingar, á skilmálum sem hér er lýst að ofan, að undangenginni tilkynningu þess eðlis á vef skólans.

Eignarhald og höfundarréttur.

Kaupandi, greiðandi og / eða notandi samþykkja og viðurkenna að allt kennsluefni og framsetning þess sé í eigu WPSkólans hvort sem hann hafi greitt fyrir námskeið / þjónustu eða ekki. Kaupandi og / eða notandi skulu virða lög um vörumerki og höfundarrétt í alla staði. Kaupandi og / eða notandi  mega ekki afrita eða útbúa eftirlíkingar á útliti, framsetningu og samsetningu á efni WPSkólans án skriflegs samþykkis eiganda skólans.

Sé grunur um að kaupandi og / eða notandi hafi gerst brotlegur við eitthvert af ofangreindum atriðum áskilur WPSkólinn sér rétt til lögsóknar ef svo ber undir.

Óviðráðanleg atvik.

WPSkólinn er laus undan öllum kröfum um þjónustu svo sem ráðgjöf og / eða kennslu í tilfelli náttúruhamfara og annarra ófyrirsjáanlegra atburða meðan á þeim stendur.

Kaupandi á ekki rétt á endurgreiðslu eða öðrum skaðabótum í tilfelli náttúruhamfara eða annarra ófyrirsjáanlegra atburða sem koma í veg fyrir að WPSkólinn geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart kaupendum og eða notendum samkvæmt skilmálum þessum.

Dómstóll.

Sækja skal mál gegn WPSkólanum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

F.h. WPSkólans

Atli Þór Kristbergsson

27 September 2017.